Er einhver hugari sem hefur pantað mikið í gegnum amazon.com og aðrar slíkar síður? Ef svo er, gæti einhver gert það mikla góðvert að útskýra aðeins fyrir mér hvernig það fer fram? :S

Sjálf hef ég verið mjög dugleg við að panta hluti frá USA og þá hef ég aðeins notast við þjónustu ShopUSA.is. Nú er ég komin með enn annan innkaupalistann á amazon.com og er að fara að borga, en datt í hug að íhuga aðeins hver munurinn sé á að láta senda þetta beint heim til mín og að láta senda þetta til ShopUSA manna. Er ferlið alveg það sama í sambandi við virðisaukaskattinn og það? Því að ef svo er, þá hlýtur að vera ódýrara að panta í gegnum ShopUSA.is því þeir eru með ókeypis flutningakostnað..

Jæja, ég nenni ekki að velta mér miki meira upp úr þessu en ef einhver getur svarað mér þá má hinn sami tala! :)