Þessir vanhugsandi menn hjá Hive“Hype” tengdu okkur eingöngu við bandaríkin.. Að halda að það sé nógu gott er hrein heimska (afsakið, en öll þolinmæðin er á þrotum)
Pingið til evrópu er fyrir vikið ömurlegt, eða 200+ á meðan það er 40+ hjá símanum og ogvodafone. Ekki einungis útilokar það alla netspilun við evrópu (sem er í og næst okkar tímasvæði) Þessir hálvitar hjá Hive reyndu að benda mér á að nú væri komið svo fínt ping í USA.. ég kalla nú 85+ í ping ekkert til að hrósa húrra fyrir og auk þess er USA á 4-8 tíma mismun, sem þýðir að þegar við erum að spila þá standa serverar í USA auðir.. Auk þess að fyrir okkur og þá sem ekki spila þá eru heimasíður í evrópu ÖMURLEGA lengi að hlaðast inn.. út af þessu fáranlega pingi.
Ég hvet alla til að hóta HIVE uppsögn komi þeir þessu ekki í lag strax… Ég beið í heila 2 mánuði með ömulegustu tengingu sem ég hef verið með síðan 1994, eingöngu vegna þess að þeir lofuðu að þetta myndi allt komast í lag í Janúar.. Og svo bjóða þeir manni uppá heimsku eins og eingöngu tengingu til USA… Þetta eru þvílíkir &%$#..
Þetta verður í síðasta skipti sem ég hleyp í viðskipti við nýja samkeppni. En áður hafði ég farið frá símanum til Tal og síðan til Íslandssíma, sem var ekkert í líkingu við þetta slys..
Ég mun alveg örugglega láta ykkur vita og auglýsa það vel þegar þetta verður komið í lag hjá þeim… En þangað til er ég stór flís í rassi Hive. Ég þoli bara ekki svona argandi heimsku.