Jæja þá er rakarastofan sem maður er búinn að fara á undanfarinn 7 ár hætt og kominn er ég með lubba mikinn. Á hvaða stofu á ég að fara framvegis? einhverjar tilögur?
Prófaðu að klippa þig sjálfur. Ef það gengur illa, geturðu einfaldlega látið atvinnumann handfjatla með hárið þitt.
Ég hef klippt mitt eigin hár í 4 mánuði, og það er að minnsta kosti ekki ljótara núna, en þegar ég lét rakarann minn sjá um það. Auk þess hef ég sparað um 8000 krónur!
Vá ætlaru að láta alla klippara fara á hausinn útaf þér. Ekki bara kemur gott af þessum fjandans sparnaði þínum sem kemur engum til góða nema þér. Þú ert bara eigingjarn og leyðinlegur. Svo færðu ekki stelpu með þessu áframhaldi.
Ígulker laugavegi. Fönktónlist, gott kaffi og ekki spillir að stelpan sem klippir er a) heví sæt og b) ekki leiðinleg eins og flestar klippistelpur á stofum bæjarins. Ská á móti bónus laugavegi. Getur keypt vínylplötur í leiðinni (sem er alltaf frábært).
stebbi i sevilla(hamraborgin) er fínn ef þú ætlar bara að raka hárið af eða eitthvað þannig en ef þú villt svona klyppingu þá bara ferðu á klippt og skorið sem er lika i hamraborg, sevilla er rakarastofa lika en Klippt og Skorið hárgreiðslusota :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..