Varðandi það að skrá sig úr þjóðkirkjunni, hef ég tvær spurningar sem mér þætti vænt um ef þið gætuð svarað.
1. Kostar það eitthvað? 2. Ég er bara 15 ára, þarf ég að gera það í samráði við foreldra mína? (þ.e. auðvitað læt ég þá vita en fyrst ég er ekki 18 verða þau þá að afskrá mig eða skrifa undir eitthvað eða svoleiðis?)
Af hverju ætti maður EKKI að skrá sig úr þjóðkirkjunni? Þessi þjóðkirkja er ógeðslegt sníkjudýr sem maður á að losa sig við. Bara verst að flestir nenna því ekki. Ég verð að játa að ég er ekki enn búinn að því, ég verð að fara að drífa í því…
Svo getur þú líka tékkað á því fyrst hvort þú sért í Þjóðkirkjunni með því að hringja uppá Hagstofu og spyrja að því. Ég þekki strák sem ætlaði að skrá sig úr henni og komst að því að hann var ekkert skráður í hana. Hins vegar er mjög líklegt að þú sért í Þjóðkirkjunni ef foreldrar þínir eru þar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..