Hann var frá Ítalíu. Enskukennarinn minn, sem finnst gaman að tala um líf sitt sem útvarpsmaðurinn sem spilaði fyrst Metallica í útvarpi árið 1983 og segja frá því þegar að hann barnaði 17 ára stúlku og keypti sér fyrsta bílinn sinn og fyrstu vínylplötuna(þetta kemur valentínus ekki við, en kemur með pointið um að hann tali um allt), lét okkur vinna verkefni um hann, og hann var kristinn biskup sem gifti fólk þegar Kládíus, Rómarkeisari eða eitthvað álíka, var búinn að banna giftingar í Róm því hann hélt að ógiftir hermenn væru betri, með ekkert að lifa fyrir, en Valentínus gifti semsagt fólk í óleyfi, það komst upp, hann var dæmdur til dauða og ksatað í dýflissuna, þar sem að hann kynntist dóttur fangavarðar, sem var blind en læknaðist rétt fyrir dauða hans fyrir kraftaverk, og varð ástfanginn af henni og vice versa, og daginn sem hann var tekinn af lífi, 14.febrúar, sendi hann henni kort, og þaðan er kominn siðurinn um Valentínusarkort, en það er hins vegar satt að dagurinn á ekki að snúast um blóm, heldur kort, og þá er sagan búin, og lengsta setning sem ég hef nokkurn tímann skrifað.