Já í dag er valentínusardagurinn!! Ég heiti Valentín í milli nafni :) Gleðilegann valentínusardag, ég mundi kyssa þig (ef þú ert stelpa) ef ég mundi vera á Íslandi og ekki langt frá þér :)
Ái, sko þó ég sé fúll yfir þessum degi þýðir ekki að ég hafi ekki tilfinningar. Sumir hlutir særa meira en aðrir, kannski betra ef þú passaðir það sem þú segir.
eh.. ég sagði ekki að þú hefðir engar tilfinningar, ég var meira að gefa í skyn að þú værir að ýkja þær aðeins. en afhverju er þér svona illa við Valentínudaginn eða hvað sem hann heitir?
Bara asnalegt að Íslendingar skuli vera halda uppá þennan peninga dag sem allir eiga að fara kaupa e-ð handa elskunni. Svo er þetta e-ð upprunið frá kaþólsku kirkjunni, en erum við íslendingar lúthers trúar, þannig að þetta meikar lítið sem ekkert sens.
kannski vill fólk bara kaupa eitthvað handa einhverjum eða sýna ást sýna á annann hátt… þú þarft ekkert að taka þátt, hættu bara að vera svona mikill plebbi og vera eitthvað að væla yfir því að eitthvað fólk vilji elska hvort annað á sérstökum dögum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..