Ekki fyrir all löngu þá hafði ég það sem vana að fara á forsíðuna, gá hvort það væru komnar nýjar tónlistargreinar, skoða “heitar umræður” og korkana á forsíðunni. En núna koma svona 2 tónlistargreinar á viku, heitar umræður eru um msn, auglýsingu um að eitthvað fífl telur sig vera gáfað og kúk og nöldrið er orðið að kjaftæði og næstum allt frá litlum gelgjum sem er kallt á puttunum eða íllt í tánum.
Og núna býst ég við að fá fleiri fleiri svör frá þessum gelgjum sem hljóða einhvernvegin svona: “Enn akkuru má eggi nöldra á korkunum?!'''?!? Til þess eru þeir! :@ :@”
Það er fínt að lesa nöldur á korkunum á meðan það er ekki svona “no shit” nöldur… ÞAÐ VITA ALLIR AÐ ÞAÐ ER SLÆMT AÐ VERA KALLT Á PUTTUNUM OG ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ NÖLDRA UM ÞAÐ Í HVERT EINASTA SKIPTI SEM YKKUR ER KALLT!
Þetta er eins og ég kæmi nokkrum sinnum á dag og eitt nöldrið væri “mér klæjar buhuhuhuu” “mér er íllt í nöglinni buuhuhuhu” og “ég er svangur og þreyttur buuhuhuhuhuhu” .
Svo býst ég við fleiri svörum frá gelgjunum, td: “ennn firrst þér finnast þeta svonna leiðinlegt, eggi lesa þedda þá!” Mér finnst gaman að lesa eitthvað áhugavert og það er margt áhugavert inn á milli sem er reyndar erfitt að finna útaf það koma 20 tilgangslausir póstar á dag en kanski 2 áhugaverðir.
Svo líka, ef þið þurfið endilega þá ánægju að nöldra um hvað ykkur er kallt, setjið það þá í titilinn! td. “mér er kallt” í titil en ekki “urghghhhg!! :@”
Og ef þið finnið áhugaverða manneskju á huga (svo ótrúlega sorglegt sem það virðist) spurjið þá um msn! Ekki spamma hérna á fullu og nota alla korka til að tala um lyklakippu!