Okey. Fólk getur í raun ekki dæmt hiphop fyrr en að það hefur kynnt sér það almennilega. Ég er t.d. viss um að það hiphop sem ég hlusta á hafa rokkarar aldrei heyrt.
Ég er líka kominn með leið á hinum ýmsu celebrety röppurum sem fólk sem hlustar ekki á hiphop þekkja. Þess vegna myndi ég persónulega mæla með:
Aesop Rock
Sage Francis
Eyedea
Brother Ali
RjD2
MF Doom
Madlib
MF Doom & Madlib - Madvillian
Mr. Lif
Atmosphere
Mos Def
Þetta eru bara fáir af helling sem ég myndi mæla með og tekur það sinn tíma af venjast nokkrum af þessum, þ.e.a.s. ef þið hlustið ekki á hiphop að staðaldri.
Ég get líka alveg sagt að ég er kominn með nóg af öllum þessum metal og rokkunnendum hérna á huga. Oftast mjög óþroskað fólk og þegar það er minnst á hiphop poppar ósjaldan upp setningin “rapp er crap”, eða “rapp sökkar”.
Þannig, eins og ég hef sagt oft áður, ekki dæma hiphop af því sem þið heyrið í útvarpi eða sjáið í sjónvarpi. Það þarf að leggja tíma í þetta og þá sjáið þið að ekki allt rapp er krapp.