Skv. lögum má ráða 13 og 14 ára í létta vinnu sem takmarkast við 2 tíma á dag á skóladegi, mest 12 tíma á viku. Vinnudagur hjá 13 og 14 ára má ekki fara yfir 7 tíma á dag, mest 35 tíma á viku á sumrin og þeir mega ekki vinna eftir 8 að kvöldi eða fyrir kl. 6 að morgni.
15 ára og eldri ef þeir eru búnir með skylduna mega vinna 8 tíma á dag, mest 40 tíma á viku og ekki eftir 10 á kvöldin eða fyrir 6 á morgnana.
Þú getur kíkt á þessi lög á
http://www.althingi.is/lagas/130b/1980046.html ef þú hefur áhuga. Kaflinn um vinnu barna og unglinga byrjar með 59. grein.