félagi
Prófaðu núna að pæla aðeins í því sem ég er að skrifa.
Hive stækkaði utanladsgáttina sína. Allt í mjög góðu með það, hefur alltaf staðið til og bara tímaspurnsmál hvenær það myndi gerast.
Þegar ég komst ekki á dc og fékk skilaboð þess efnis að ip talan mín væri erlend hringdi ég niður í hive til að tjékka hvernig stadusinn á þessu væri og fékk sirka eftirfarandi svar:
“Á meðan við erum að færa notendurna yfir í nýja kerfið fer öll umferð fyrist út til bandaríkjana og síðan aftur heim, þannig að hún virkar sem erlend umferð allstaðar.”
og ég bara já ok, kúl man, og spurði hvenær þetta væri komið í lag og hann sagði að þetta ætti að vera komið í gagnið fyrir sex á morgun.
síðan þegar þetta var ennþá svona þegar ég kom heim úr vinnunni daginn eftir hringdi ég aftur og hann sagði mér að þeir væru að semja við símann um eitthvað í sambandi við innanlands umferð. Og ég bara jahá, veit ekkert nákvæmlega í hverju það fellst, en bara spurði hvenær þetta myndi vera komið í gang aftur eins og þetta á að vera og hann sagði mér 12 á hádegi daginn eftir.
Síðan þegar ég kom heim úr skólanum þá komst ég ekki ennþá inná dc, hrindi í hive, þeir sögðu mér að það væri búið að redda þessu og lögðu til að ég sendi deilisgaurunum mail, gerði það, var kominn inn 20 min síðar.
Svo, hvað segir þessi saga okkur?
Mér finnst svona þegar ég les yfir þetta frá byrjun að við höfum kannski verið aðeins of stórorðir báðir, það er kannski ekki hægt að segja að þetta hafi verið beinlínis símanum að kenna en það er ekki heldur hægt að segja að hive hafi eitthvað verið að drulla á sig, eða segja að þetta hafi eitthvað verið þeim að kenna.
Það að umferðin fór svona fram, þeas út og síðan aftur heim, hafði ekki nein áhrif á tenginuna að neinu leiti nema því að maður komst ekki á ísl. höbba á dc, þannig að þetta var ekkert mayjor problem, og þessvegna enginn að skýta á sig, þar sem notendur geta notað erlenda höbba líka.
Hvað þátt símans í þessu varðar, þá eru hive náttúrulega viðskiptavinur þeirra í þessu tilviki og síminn var ekki nógu fljótur að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti til að sinna sínum viðskiptavinum, og átti því óbeint hlut í máli.
en bottomline.
Þetta var svo lítið issue að það er óþarfi að vera að velta sér uppúr þessu lengur.
Peace out.