Ég elska Alien og Predator myndirnar en á eftir að sjá Alien vs. Predator.

Ég kaupi fyrir bráðum tveimur árum Medion heimabíó í BT sem er búið að vera að virka illa og STUNDUM bilað síðan ég fékk það.
Loksins fyrir stuttu skipti ég því og fæ mér þetta stór góða Panasonic heimabíó frá þeim og fæ tvennt með, tvo miða á Elektra í bíó (á eftir að sjá hana en held að hún sé slöpp!) og hina hræðilega leiðinlegu Hellboy á DVD.

Núna stuttu seinna er sama heimabíó, sama verð bara ný mynd með… ALIENS VS. PREDATOR, engin önnur! Vá hvað ég er fúll!


Þetta er eins og ég keypti mér Battlefield Deluxe edition í BT. BF original ásamt Road to Rome auka pakkanum. Örfáum dögum kom á sama verði stærri pakki með Seacret Weapons of the WWII aukapakanum sem ég fékk ekki (verðið lækkaði bara á Deluxe pakkanum þegar þessi kom). Ég hugsaði að ég ætti að geta hamið reiðina með að hugsa út í það að Seacret Weapons pakkinn er ekkert spilaður á íslandi. En svo trompast ég þegar ég sé næsta dag íslenskan server fyrir hann og eitthvað í kringum 30 manns inná!!!!



ÉG HATA BT!!!!