REYKJAVÍK MEÐAL DRUM & BASS BORGA HEIMSINS, 4.2.2005
Drum & bass biblían Knowledge gaf nýlega út “Special Tenth Anniversary” eintak í tilefni af áratug í branzanum. Í heftinu er að finna athyglisverðan topp 10 lista yfir helstu drum & bass borgir jarðkringlunnar og þar nær litla Reykjavík að troða sér inn á listann. Markmiðið fyrir birtingu næsta lista er að taka New York og Amsterdam í karphúsið og komast inn á topp 5.

1.Toronto
2.San Francisco
3.Mannheim
4.Sao Paolo
5.Tokyo
6.Amsterdam
7.New York
8.Perth
9.Auckland
…og svo litla Reykjavík í 10.

Ain't that something? Ekki slæmt fyrir borg með rúmlega 100.000 íbúa að komast á lista með borgum sem allar eru rúmlega 100 sinnum stærri.
Breakbeat.is@ pravda Fimmtudaginn 10. febrúar. Frítt inn :)