… Við þrífumst á ómenningu svo sem fyllerí… kemur brennivínið sterklega inn þar!!!
Hehehehe mjög skemmtilega orðað, þannig að þú þrífst í “ómenningu” hverja helgi? ;P
Ef að vera Íslendingur krefst þess að maður verða að éta þetta sull… þá er ég til í að fara úr landi og éta almenninlegt kjöt á strönd spánar eða Ítalíu….
Vinur minn þú heldur náttúrulega það sé allt betra fyrir utan ísland eins og venjulega, ekkert kjöt annars staðar heiminum er eins gott og íslenska kinda-og nautakjöt!!!!
Íslendingar geta ekki haft einhverjar skemmtilegar hefðir sem ganga ekki út á eitthvað annað en að fagna því að við vorum einhverjir, SVEITADURGAR!!!
Með því að segja sveitadurgar er ég að tala um gamla tíma meðan við vorum í moldarkofunum og höfðum ekkert annað að éta en þetta ógeð… öldin er önnur vill að við snúum okkur að betri matarvenjum en þetta!!!
Þess ber að minnast þess að við vorum fátæk þjóð ekki alls fyrir löngu, það má segja að við séum að heiðra okkar forfeður og formæður með svona skemmtilegum heitum eins og þorrablótum!
Sveitadurgar?????? hvað meinarðu með því vinur minn? Ég skal segja þér að flestir þessara sveitardurga hafa verið meiri menn en þú vinur minn, þeir borðuðu þennan mat allt árið um hring má segja en þú getur ekki étið þennan mat einusinni á ári, þetta segir allt um þína karlmennsku!