Jæja ég ætla að gera loka tilraun til þess að útskýra þetta fyrir þér og það er svo bara undir þér komið hvort þú viljir skilja það eða ekki. En ég geri mér fulla grein fyrir að þú neitir einfaldlega að skilja það sem ég er að segja vegna þess að þú villt einfaldlega hafa rétt fyrir þér, ástand sem hrjáir allt of marga, því miður.
En allavega, segjum að þú sérst með forrit sem er ókeyppis, mikið notað en í rauninni græðiru ekkert á því. Forritið hefur einhvern galla sem kostar fullt af tíma að laga, EÐA þú gætir gert það fljótlega en þá myndi það kosta ennþá meiri peninga. Hvort myndiru gera ? Skiptir þig engu máli þar sem enginn borgar hvort eð er fyrir hlutinn.
Nú ertu með sama forrit nema bara svona “premium” útgáfu af því, Útgáfan er betri á einhverja ákveðna vegu sem koma málinu eiginlega ekkert við en sá galli er að þú þarft að borga fyrir hana mánaðarlega. Það kemur upp að það sé alvarlegur galli í þessu forriti, sami galli og í hinu. Nú ertu hinsvegar kominn með alvarlegan hagsmunaárekstur, aðilarnir sem nota forritið eru borgandi viðskiptavinir sem krefjast fullkominnar þjónustu, engir gallar eru ásættanlegir, þessvegna er nauðsynlegt að laga gallan sem allra fyrst annars gætiru lent í því að fleirri manns fari að segja upp áskriftinni.
Þetta er ósköp einfalt, ég meina. Helduru að Windows og Internet Explorer væru með svona marga galla ef 95% af tölvunotendum væru ekki “neyddir” til að nota það ? Ef hver og einn tölvunotandi fengi að ráða frá byrjun hvaða stýrikerfi hann notaði og borgaði bara mánaðarlega ? Þá væri sammkeppni sem gæfi af sér bætur, ekki endalausa varanlega galla sem öllum er sama um nema neytendunum sem hafa ekkert val.