“…og tekur ekkert annað til greina.”
Málið er nefnilega það, að ég tek alveg aðra hluti til greina.
Ef einhver kæmi með sæmileg rök fyrir máli sínu (sem sumir gera, og bregst ég þá við á viðeigandi hátt) þá reyni ég eftir bestu getu að opna hug minn og skoða mál hans.
Þú ert annars svolítið að glerhúsast þarna, allavega ef þú ætlar þér að tala fyrir hönd trúmanna. :)
Hvað kallaru það annars annað en þröngsýni að taka ekki einusinni rök til greina?
Eins og ég segi svo oft, þá er ég ekki að reyna að sanna eitthvað fyrir sjálfum mér eða öðrum.
Ég er ekki að reyna að styðja einhverja einkahagsmuni.
Ég er bara að reyna að finna þá aðferð sem er hentugust til að skilja heiminn, og það vill svo skemmtilega til að hingað til hefur vísindaleg aðferð reynst best.
Ertu ekki að skila það Sirja mín ? =)