Uppá síðkastið finnst mér einsog ég sé að missa öll tök á lífi mínu…ég er alveg hættur að hafa einhvern minnsta áhuga að mæta í skólann,en á önninni á undann var ég líka að missa áhugann og það versta við það er að ég er að klúðra tækifæri á að klára skólann á þrem árum.
Ég og kærastan mín rífumst meir og meir þessa dagana útaf hlutum sem ég geri og nefni:/
Jújú ég hef ennþá áhuga á boltanum en ég virðist ekki hafa lengur þann metnað sem ég hafði…ég fór oft út að hlaupa og lyfta og þvíumlíkt en núna ligg ég bara heima í staðinn og rotna með að éta sælgæti eða önnur sætindi.
Svo er sjálfsálitið algjerlega í vaskinum jafnvel þó að kærastan reyni að segja alla þessa venjulegu hluti þá einhvernveginn er það ekki lengur merkilegt að heyra þessa hluti frá henni
Einhvernveginn er ég að missa tökin á öllu í lífi mínu