Og ekki hægt að tala við þær því að það er ekki hægt að rökræða við þær né koma með kaldhæðnisleg álit… sem er óþolandi!
VEistu hvað þetta þýðir? Nei varla ekki. Ég skal þýða þetta fyrir þig.
Það er ekki hægt að tala við unglisstúlku á aldrinum 12-16 ára í flestum tilfellum út af því að hún skilur ekki kaldhæðni né hefur þroska til að rökræða. Það er óþolandi að geta ekki komið með kaldhæðnisleg álit út af því að þær taka því bókstaflega.
Svo að þú farir að tala um siðferði eða skynsemi. Gelgja nokkur tók upp á því að spurja mig hvort að systir mín væri feit út af því að hún ynni á skyndibitastað. ÞAð er nú ekki skynsemi né siðferði og hún var alveg gáttuð þegar ég fór að skamma hana fyrir að spurja svona spurninga, þar sem hún gerir sér nákvæmlega enga grein fyrir því hvenær hún móðgar fólk, sem er frekar pirrandi.
Ég er ekki yfir neinn hafinn. AFtur á móti eru sumir sem fara virkilega í taugarnar á mér sem ég vildi óska að mundu aldrei verða fyrir vegi mér en það er ekki það sama.
Það getur ekki verið á neinn hátt siðferðislega brenglað að koma með þá yfirlýsingu að manni leiðist í skólanum út af því að allt námsefni er og auðvelt.
Tökum sem dæmi að ég myndi skrifa kork þar sem ég myndi svara að ég væri gáfaður og mun betri námsmaður en allir hinir í árganginum mínum.
komdu með rök fyrir því að það sé þá dónalegt að gera kork um það hvað maður sé lélegur námsmaður. Það virðist vera eitthvað svaka mál ef maður kemur með lítið svar sem maður kvartar yfir því að hafa ekkert að gera í skólanum vegna gáfna… hvað er öðruvísi með það að vera að segja að maður hati skólann út af því að maður skilur ekki rass né rófu hvað um er verið að tala. Útskýrðu það fyrir mér.
Þetta er nákvæmlega það sama. En bíddu… maður má ekki hafa gáfur. Samfélagið sem við erum búin að mynda er þannig að maður má aldrei vera ánægður með neitt sem maður gerir. Ég má ekki segja að ég sé góð á píanói út af því að þá dæmir samfélagið mig sem einhvern hræsnara og montrass. Ég má ekki segja að ég sé stolt af tánöglunum mínu án þess að samfélagið dæmi mig sem montrass. Þetta samfélag sem við búum í einkennist af því að maður verður að vera lélegur í öllu, maður þarf alltaf að geta ekki neitt og allt þarf að vera svo erfitt. Og veistu hvað; það er óþolandi. Það er hreint út sagt óþolandi.
Ég kem hér með stutta yfirlýsingu að mér leiðist almennt í skólanum þar sem ég hef ekkert að gera. Kemur þú ekki með svör sem líkir mér við montrass og sé siðferðilega brengluð. AF hverju er það? Bíddu, að vera stoltur af sér… eða nei fyrir gefðu. Þú þekkir ekki orðið “stoltur”. Það að monnta sig af einhverju sem maður er góður í… þá er maður pervert, siðferðislega brenglaður og hálfviti inn við beinin. AF hverju?