Fyrir 2 vikum (held ég) kom ég með fyrstu spurningakeppnina. Það var svo komið með þá hugmynd að sigurvegarinn mundi búa til þá næstu.
Svona gekk þetta áfram og um daginn gerði jongrjon spurningakeppni nr. 10!!
Ég veit ekki afhverju en það virðist eins og hann vilji ekki koma með úrslitin úr spurningakeppninni og er þess vegna búinn að stoppa þetta algjörlega!!
Ég gefst ekki upp og er kominn með hugmynd sem mig langar samt að þeir sem að taka þátt í þessu samþykja hugmyndina áður en hún verður ákveðin.
Hugmyndin er svona:
Ef að jongrjon kemur ekki með úrslitin úr spurningakeppni nr. 10 fyrir klukkan 21:00 í kvöld mun einhver búa til spurningakeppni nr. 11 á morgun og sem stofnandi þessarar keppni hef ég ekkert á móti því að gera það ef svo verður!!
Er þetta samþykkt eða ekki!!
Ég tek ekki mark á þeim sem hafa eitthvað á móti spurningakeppninni. Þeir meiga bara fara eitthvert annað en á þennan kork!!
Kv. StingerS