Ég trúi á Guð… Einn hérna sagði að það væri fáránlegt að trúa á að Guð hafi skapað allt hérna en engin hafi séð hann og hann stjórni öllu. Er ekki alveg jafn asnalegt að trúa því að heimurinn hafi þróast í það sem hann er út af miklahvelli og þróun? og það sé bara tilviljun að við séum svona fullkomnar flóknar lífverur…
Án kristinnar trúar væru heimurinn eflaust miki grimmari, hafiði lesið biblíunna án þess að vera með hroka ? Ég er alinn upp í kristinni trú og tók sjálf þá ákvörðun að trúa eftir að hafa fundið sjálf fyrir honum. Ok heimurinn er ekki fullkominn, og auðvitað væri hægt að efast Guð út af þessu og hinu, en ef við ræðum frá Biblíunni þá gaf Guð okkur frjálsan vilja og það sem hefur gerst í heiminum, allt þetta slæma er af manna völdum… Guð ER til, en þetta er kallað trú því þú þarft að trúa því, þetta væri ekki trú ef hann stæði fyrir framan þig og mundi sýna þér kraftaverk, þá væriru búin að sjá það með berum augum og hefðir þá ekki beint frjálsan vilja. Það er okkar vilji að trúa og okkar vilji að trúa ekki. Guð gaf okkur frjálsan vilja til að við gætum valið að trúa. Auðvitað er auðveldast að trúa ekki, ekkert sem bendir þér beint á það að hann sé til… Ekki fyrr en þú ferð að opna augun fyrir honum og leyfa honum að sýna þér á einn eða annan hátt að hann sé til. Þú færð fullvissu þína um að Guð sé til á einn eða annan hátt, þess vegna eru svo margir trúaðir í dag, því þeir fengu fullvissu á annan hátt en að sjá hann með berum augum.
Ég trúi á Guð því ég hef fundið fyrir honum, hann hefur hjálpað mér í erfiðum kringumstæðum og ef eitthvað amar að þá hef ég alla vega Hann til að leita til. Sama hvað gerist í mínu lífi, þótt allir munu yfirgefa mig, þá mun Hann ekki gera það. Hann er tilgangur fyirr því að við erum hér. Kynnið ykkur þetta…þið megið halda að ég sé geðveik, en ég fékk fullvissu mína fyrir 4 árum…og e-d sem ég get ekki útskýrt… þegar þið lærið að þekkja Guð persónulega þá á líf ykkar aldrei eftir að vera eins.. Guð er einhver sem á aldrei eftir að særa ykkur og aldrei yfirgefa ykkur. Hann fyrirgefur og er miskunnarsamur og það er það yndislega við að trúa á hann. “Ekkert er Guð um megn” og “Öllu samverkar Guð til góðs ef þú trúir og treystir á hann”