Ég veit það vel að kommúnismi og sósíalismi er ekki sami hluturinn en þeir byggjast á sömu hugmynd.
tökum dæmi sem er úr gömlu bíómyndinni Metropolis:
Metropolis var borg í tveimur lögum. Á yfirborðinu voru ríka fólkið sem bjó þar og naut góðs af dásemd borgarinnar.
á neðra borðinu voru vinnumennirnir sem héldu borginni gangandi. Það var alltaf litið á þá sem óæðri kynstofn og farið mjög illa með þá. þeir voru reyndar komnir á það stig að vilja gera uppreisn (viva la revolucion) en helsti spekingurinn sem var stúlkan Maria tjáði þeim að gera ekki uppreisn heldur bíða eftir sáttasemjara (svona mediator) því að bylting gerir þá engu betri en þá sem höfðu kúgað þá.
Og megi Satan almáttugur brenna mig með logum sínum ef hún hafði rangt fyrir sér.
Kommúnistar vilja byltingu hið snarasta en Sósíalistar vilja ganga friðsamlega í málin, þannig lít ég allavega á þetta.