“seljaskóli átti svo sannarlega skilið þetta annað sæti, ef ekki fyrsta! Jú, við getum öll samþykkt það að atriðið var drullu leiðinlegt, en frumleikinn var gífurlega góður og það að þau náðu öll að vera samtaka í þessu ”hægri, vinstri“ dæminu þeirra.”
Ég fór á skrekk og var þarna, og sá þetta atriði. Ok þetta atrðiði var frumlegt! En… dómarar (minnir mig allavega) eiga að dæma frá mörgu, eins og dans söng leik o.fl. atriði ætti ekki að geta náð svona langt á bara frumleika út frá þessu, en burt séð frá því gerðu þau 3 sinnum villu!! Meira segja fremsti gaurinn ruglaðist smá! En ekki nóg með það, talandi um frumleika þá sagði einn kennari minn að bróður hans hafi séð þetta atriði áður, bara með hundraðmans fyrir nokkrum árum. Reyndar þá er þetta líka líkt einu Pink Floyd myndbandi, þannig þetta var frumlegt atriði en ekki frumleg hugmynd, þar sem aðrir hafa gert þetta áður (efast um að dómararnir vissu það). Annars þá var hagaskóli óheppinn, þar sem gítarleikarinn sleit streng og eyðilagði snúru, þótt ekki var mikið tekið eftir því, en var heppinn að vera með aukagítar, og tók síðan sólóið pedal laust, með lélegri gítar, eins og ekkert var! Samt hefði ég viljað sjá hagaskóla í öðru eða í þriðja sæti fyrir frumleika, dans og söng, en þetta er búið og menn verða bara að sætta sig við þetta, svona er þetta!
Annars þá var atriðið frá Laugalækjarskóli frábært! En eins og ég var að útskýra fannst mér ekki seljaskóli eigaskilið annað sæti, en mér fannst þó hagaskóla atriðið vera betra en austurbæjar, og seljaskóla, en þannig er þetta og skrekkur er búinn þetta árið. og vil ég óska laugalækjaskóla til hamingju með frábært atrðiði!