Sama hvað þið gerið, ekki velja skólann byggt á þeim forsendum að skólanum gekk vel í Gettu Betur, þeir sem að standa sig vel í Gettu Betur eru náttúrulega vitrir menn að öllum líkindum en það þarf ekki að eiga við allan skólann. Ekki eins og þeir hafi orðið vitrir á því einu að vera í skólanum ;)
Enn frekar: félagslíf, alltaf verið að blaðra um að það sé betra annarstaðar og þar fram eftir götunum… eftir því sem ég fæ best séð þá er alltaf lið í hverjum skóla sem að þú getur kynnst og stundað einhverskonar afþreyingu, þá á ég við að það er félagslíf einhverstaðar og að stimpla einhvern skóla sem gleðiskóla er bara vitleysa.
„Ekki velja skóla eftir því hvar vinir þínir eru.“ Ef þú vilt frekar vera í skóla með vinum þínum, gerðu það bara. Sumir eru blendnir og kynnast nýju fólki auðveldlega og hafa kannski meira frelsi en aðrir vilja halda í bestu vini sýna, algjörlega þitt val, það er ekkert verra. Vinir skipta máli.
Einhver sagði að ofan að MA o.fl. væru snobbskólar og stúdentspróf þaðan er í miklum metum miðað við aðra skóla. Þetta er dagsatt, fólk hugsar svona sama hvort það er rangt eða ekki. Skólamenntun er yfirleitt það sem að fólk horfir á frekar en það sem við köllum reynslu eða alvöru menntun. Það eru t.d. margir tölvusnillingar algjörlega ómenntaðir og þurfa ekki að ganga í skóla nema til að fá skjal því til sönnunar að þeir kunni eitthvað (sem reynist þeim oft erfitt því þeir einfaldlega nenna því ekki). Fólk er grunnhyggið, gáfað fólk á alltaf eftir að misnotað það, ef það brýtur ekki gegn skoðunum ykkar, endilega farið í snobbskóla og fáið betra stúdentspróf ef þið haldið að það hjálpi ykkur.