Og barnabæturnar sem foreldrar fá með okkur á 3ja mánaða fresti hætta á 16 ári….en í reuninni ættu þær að hækka vegna gjalda í framhaldsskóla.
Það er í lögum að hvert barn hefur rétt til að fara í framhaldssnám en hvernig eiga foreldrarnir að geta borgað þetta allt….eða við að vinna þegar sumir eiga erfitt með nám og verða að sinna því og hafi þessvegna lítinn tíma til þess að vinna, og ofan á það er tekinn fullur skattur af laununum!
Og þegar við erum 18 ára megum við taka ábyrgð á okkur sjálfum og heillri fjölskyldu, megum gifta okkur og kaupa okkur íbúð en við megum ekki fara inná skemmtistaði….við megum bera ábyrgð á lífi barna okkar en ekki á okkur sjálfum gagnvart áfengi.
Við megum ekki fara í ríkið og kaupa kampavín til að skála í okkar eigin brúðkaupi.
Þetta er alveg fáránlegt kerfi á þessu blessaða landi……!
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"