Biðst afsökunar á því að ég hafi ekki sent þetta inn fyrr. Komst aðeins á netið áðan en ekki nógu lengi til þess að geta sent þetta inn. En hér kemur þetta.

Að þessu sinni tóku 11 þátt í keppninni. Þetta voru:
datoffy
verwex
Ahriman
42ersvarid
Pac
Cablegram
Pardox
Jonsi86
peturp
kroz
Stigurh

Svörin:
1. Hversu margir rammar spilast á hverri sekúndu í ameríska NTSC myndkerfinu?
29,97 (~30)
2. Hvaða fyrirtæki stendur á bakvið DVCAM videotæknina?
Sony
3. Hvaða bókaforlag gaf út bókina Fífl Dagsins?
Mál og Menning
4. Hvert mun Iceland Express byrja að fljúga í sumar? (aukastig fæst fyrir að nefna það flugfélag sem notar flugvöllinn sem aðaltengistöð sína)
Hahn flugvöllur í Frankfurt. Helsta tengistöð RyanAir.
5. Hvaða breski söngvari nefndi sig eitt sinn “Napoleon Dynamite”? (aukastig fyrir að segja hver viðbrögð leikstjóra samnefndar kvikmyndar voru þegar hann var spurður um tenginguna)
Elvis Costello. Leikstjórinn sagðist ekki vita um tenginguna og sagði að hún væri hálfneyðarleg fyrir sig þar sem hann hlustaði á hip-hop (annað af þessu var nóg)
6. Hvað heitir aðalmarkvörður knattspyrnuliðsins Espanyol, hvers lenskur er hann og hvað er hann gamall?
Carlos Kameni, frá Kamerún, 20 ára gamall (f.1984). Nokkrir nefndu Belgann Erwin Lemmens en hann er ekki aðalmarkvörður liðsins og hefur ekki verið það í dágóðan tíma.
7. Hvað heitir íþróttafélagið á Blönduósi?
Hvöt
8. Á hvaða eyju er Dóminíska Lýðveldið?
Hispanjólu
9. Hver var stofnandi skátahreyfingarinnar?
Lord Baden-Powell
10. Hver var uppáhalds kvikmynd Adolfs Hitler?
King Kong


Mest var hægt að fá 14 stig út úr þessu en enginn náði því þó. Flestir klikkuðu á spurningum 3, 8 og 10.

2 voru með 13 rétt og einnig 2 með 12. Þess vegna birti ég 4 efstu sætin.

1. sæti
datoffy. Var innan við hálftíma að skila af sér en klikkaði á einni spurningu. Ég er viss núna að ég sé að birta réttan sigurvegara, ég athugaði það nokkrum sinnum. ;)

2. sæti
Jonsi86. 91 mínútu lengur að skila en datoffy en með sama svarhlutfall. Þarna hafði 1 skilað inn 12 réttum en Jónsi skaust upp fyrir hann með 13 rétta.

3. sæti
42ersvarid. Var 4. að senda inn svör en 2 náðu ekki 10 réttum á undan honum. Hann var því öruggur í 2. sætinu þar til jonsi86 sendi inn. Enginn annar náði þó að bæta hann og því situr hann í 3. sæti.

4. sæti
Stigurh. Síðastur til að skila. Sýnir það að það er hægt að skila seint og komast samt ofarlega.

Ég verð líka að veita cablegram sérstök heiðursverðlaun fyrir það að reyna við allar spurningarnar (af mjög takmarkaðri alvöru þó) en takast samt að vera með 0 rétt í lokin. Fannst fínt að fá eina heimskulega úrlausn.


Þá er bara að bíða eftir næstu keppni, sem er í höndum datoffy. Endilega láttu vita með svari við þessum korki hvenær þú munt birta keppnina.