Ég held að ég sé orðin eitthvað super sensetive eða eitthvað. Í gær þá var mynd á stöð eitt, Lilja 4-Ever, veit ekki hvort einhver nenni að lesa þetta en ég ætla samt að skrifa um hvað myndin er. (svona nokkurnveginn)

Hún er um stelpu sem heitir Lilja, mamma hennar fer frá henni með kallinum sínum og afsalar sér forrræðinu á henni svo frænka hennar er fengin til að sjá um hana, en hún er bara tík sem tekur af henni húsið hennar og lætur hana eiga heima í ógeðslegri dópistablokk. Hún á engann pening og þarf að vinna fyrir sér (því það er enginn til að sjá um hana, hún er líka bara 16). Það eina sem henni dettur í hug er náttulega vændi. Auk þess er hún oft að sniffa lím og þessháttar. Hún á einn góðann vin sem er eitthvað yngri en hún (veit ekki alveg hversu gamall hann er) og þau eru alltaf saman, foreldrar hans eru klikk og sendu hann á götuna… Allavega.

Hún kynnist strák sem ég man ekki hvað heitit, hann lofar öllu fögru um betra líf í Svíþjóð, hann ætli að redda henni vinnu og eitthvað þannig. En auðvitað var það ekki satt, hún labbar beint í gildruna og þarf að “vinna” fyrir einhhvern kall; hann selur hana til bunch af ógeðslegum köllum!!


Ég bara, þoli ekki nauðganir og þessháttar! Ég GRENJAÐI úr mér augun eftir þessa mynd :o/ ég bara… gat ekki haldið aftur af mér. Uss! Ég grenjaði líka um daginn útaf Helen of Troy þættinum á Skjá einum. :o/

Þegar ég var í 7 bekk eða eitthvað þá gat ég horft á ALLT án þess að grenja eða snökta eða neitt :o/ ………….. Im weird!

Er einhver annar svona? :o.

[þetta er c/p af blogginu mínu en ég held að öllum sé alveg sama ;]