Spurningakeppni númer 8, ef ég man rétt. Reglurnar eru sem fyrr. Skila þarf inn lausnum fyrir kl. 24 í kvöld. Sá sem er með flest rétt og skilar fyrst sigrar.

MUNIÐ AÐ SVARA EKKI HÉR FYRIR NEÐAN HELDUR Í SKILABOÐUM TIL MÍN

1. Hversu margir rammar spilast á hverri sekúndu í ameríska NTSC myndkerfinu?
2. Hvaða fyrirtæki stendur á bakvið DVCAM videotæknina?
3. Hvaða bókaforlag gaf út bókina Fífl Dagsins?
4. Hvert mun Iceland Express byrja að fljúga í sumar? (aukastig fæst fyrir að nefna það flugfélag sem notar flugvöllinn sem aðaltengistöð sína)
5. Hvaða ameríski söngvari nefndi sig eitt sinn “Napoleon Dynamite”? (aukastig fyrir að segja hver viðbrögð leikstjóra samnefndar kvikmyndar voru þegar hann var spurður um tenginguna)
6. Hvað heitir aðalmarkvörður knattspyrnuliðsins Espanyol, hvers lenskur er hann og hvað er hann gamall?
7. Hvað heitir íþróttafélagið á Blönduósi?
8. Á hvaða eyju er Dóminíska Lýðveldið?
9. Hver var stofnandi skátahreyfingarinnar?
10. Hver var uppáhalds kvikmynd Adolfs Hitler?

Gangi ykkur vel