Ég myndi fljúga til Amsterdam, vera þar í 1-2 daga, alls ekki lengur, það er svo leiðinlegt þar, skoða sig um. Fara síðan upp til Berlínar, fullt af drasli þar, m.a. svona bangsar sem er búið að mála í allskonar litum með allskonar myndum.
Síðan myndi ég fara frá Berlín til Brussel, þar er hægt að fara á allskonar söfn, svo er það líka bara svo merkileg borg út af því að ég bjó þar. Checka á flottu görðunum þar, þeir eru yndislegir.
Þaðan ferðu Beint til Parísar, skoðar Eifel turninn og le Louvre. Það er voða gaman að fara með næturlest til Milano og þaðan með annari lest til Flórens, en þú þarft að vera minnst 3 daga þar út af því að það er svo mikið af menningarlegum hlutum þar.
Getur ferðast á milli allra þessara staða með lestum, kostar ekki mikið. Taktu svona 10 daga í þetta ef þú sleppir flórens, 2 vikur ef þú ferð þangað líka. Hafðu samband ef þig vantar ódýr hótel.