Auðvitað þarf að borga gjöld. Þau eru mishá eftir skólum samt. Svo fer það líka eftir því hvort þú vilt vera skráður í nemendafélagið og þannig. Minnir að ég sé að borga milli 20-25 þús fyrir árið í Kvennó, annars er ég samt ekki viss.
Man ekki hvernig þetta var í Menntaskólanum við Hamrahlíð… skólagjöldin voru, að mig minnir, um 6000 kall fyrir önnina, og tæpur 3000 kall í nemendafélagið ef þú kýst að skrá þig í það. Frekar vel sloppið, undir 20.000 kallinum á ári.
Það þarf að borga svokölluð skráningar+efnisgjöld í venjulegum framhaldsskólum. Þeir sem vilja vera í nemendafélagi skólans borga meira, en það er valfrjálst. Þetta voru svona 6-8 þúsund þegar ég var í framhaldsskóla, en ég gæti trúað að þetta væru 10-12 þúsund í dag.
í verzló eru gjöldin víst 50þ á önn, en í flensborg þar sem ég er borga ég um 10750kr á önn. Plús svo um 20þ í bækur fyrstu önn. eftir það er verðið mjög minna því að þú getur bara skipt bókunum fyrir aðrar bæku
20 þús í nemandafélagið í verzló? Hafðu staðreyndirnar réttar áður en þú ferð að rugla eitthvað svona. Árið í verzló sem er þá fyrir allt árið, ekki eina önn er eitthvað um 60 þús og innifalið í því er nemendafélagsgjaldið, veit ekki hvað það er mikið en alveg örugglega ekki 20 þús
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..