Heyrðu mig nú Ragnar, þú verður að slaka örlítið á félagi.
Hann er barnastjarna sem átti mjög erfiðan föður.
Michael Jackson hefur alveg ótrúlega skert sjálfsálit, þunglyndissjúklingur. Honum er vorkunn.
Hann hefur mikið magn peninga, þannig að hann getur fjármagnað geðveiluna í sjálfum sér.
það er óumdeilanlegt, að hann sé veikur á geði og ég held að allir séu sammála um það.
Við skulum ekki hata hin veiku, reynum að skilja þá svo við getum hjálpað þeim og þeirra sem koma á eftir.
—–
En þetta með það hvort að jacksson sé sekur eða saklaus, hann er sekur uns sekt er sönnuð.
Það á að sjálfsögðu að taka allar svona ásakanir alvarlega og rannsaka það útí ystu æsar. En það hættulegasta er það að samfélagið er búið að dæma hann, þannig að það verður erfitt fyrir hann að fá hlutlausan kjördóm og dómara.
Foreldrar stráksinns hafa kært Jacksson áður. En slepptu kæru, þegar að Jacksson áhvað að borga þeim. Hvaða heilvita foreldri sættast á að lata mannin sem misnotaði barnið sitt lausan, fyrir peninga. Gera barnið falt fyrir fjár.
Ef svo er rauninn, þá eiga foreldrarnir barnið ekki skilið.
En það á að halda áfram að rannsaka þetta mál.
Ég er jacksson maður og vona það svo innilega að hann sé saklaus.
—–
Þetta með öryggiskerfinu í herberginu hanns, gæti ekki verið að michael jacksson hafi lent í einhverju alvarlegu máli í æsku (svo sem misnotkun) og þar af leiðandi er hann alltaf hræddur.
Hann finnur fyrir fals öryggi með þessa þjófavörn, svo að hann geti falið sig ef að þetta kerfi fer af stað, í þennan leynistað sem á að vera í herberginu. Þetta gæti líka verið ástæðan fyrir því að hann umgangist börn svona mikið, hann finnur fyrir öryggi hjá þeim, því að hann sér alltaf hið slæma í eldra fólki. Sér sig sem jafningja barna.
Ég er bara að skjóta hérna fram einhverri þvælu, til að sýna að það geta verið margar ástæður fyrir því að hann sé svona.
Leggjumst ekki svo lágt að segja bara “hann er viðbjóður, lokum hann inni”. Það er hégómi