Er þetta einhver brandari, eða?
Ef þú hafðir einhvern tíma einhvern alvöru áhuga á Tolkien og verkum hans, þá færðu ekki bara leið af honum svona einn tveir og þrír. Enda nokkuð erfitt að ímynda sér hvernig það ætti að eiga sér stað? Ekki eins og það sé ekki nóg af efni til að gramsa í, bæði beint frá Tolkien sjálfum eða þá á netinu. Fullt af áhugamönnum um Tolkien sem vita fátt skemmtilegra en að pæla og rökræða fram og aftur um verk hans. Og bara þér að segja, þá er það einkar hressandi að taka þátt í slíkum pælingum, þótt ekki sé nema endrum og eins.
Og hvað myndirnar varðar, þá “þarftu ekki að sitja á rassgatinu í u.þ.b. 4 klst” heldur ertu þeirra forréttinda aðnjótandi að upplifa afrek í sögu ævintýramynda og kvikmynda eins og þær leggja sig. Og hver mynd er ekkert annað en 3-4 tíma listaverk.