Afsakið, má ég trufla þig aðeins??

Hver kannast ekki við þessa setningu, setningu sem að kveikir strax hjá manni grun um að þetta sé annað hvort maður/kona sem er að selja e-ð eða að gera könnun.

Í félagsfræði sem ég er að læra var sett fyrir að gera könnun, alls ekki stóra, kannski 10-15 manns, sumir tóku íþróttir, sumir tóku matvörur o.s.frv.

Ég, hins vegar ákvað að taka að mér að gera könnun um kannanir, þ.e.a.s. viðhorf fólks til kannana og bið ég þess vegna fólk að svara mér nokkrum spurningum, annað hvort í svari eða í pósti á Relikio2@hotmail.com

þetta eru einfaldar og ópersónulegar spurningar og vona að ég fái hér svör(fyrstu þrjár eru ekki nauðsyn, bara betri til að fá yfirsýn yfir hópana);

1 aldur:
2 kyn:
3 búseta:

4 Hversu oft hefur þú oft lent í könnunum?

5 Hvernig könnunum hefur þú lent í(síma, póst eða götu kannanir)?

6 Um hvað voru þessar kannanir(kosningar, matvörur o.s.frv.?

7 Ertu með rauðan kross við þig í símaskránni en hefur samt lennt í könnunum?

8 Hefur þú neitað að taka þátt í könnunum og ef svo er , hversu oft hefurðu neitað?

9 Á ég að hætta að spyrja núna?

10 Hvernig fannst þér þessi könnun?


Með þökkum og vona að ég nái að fylla þennan litla kvóta sem að ég á að skila.
Ég hef talað.