Hvernig væri ef að sett væri upp þannig kerfi á korkunum að ef maður væri að skrifa eitthvern geðveikt langan texta og ætlaði að senda hann inn, en svo myndi koma error, þ.e.a.s. netið dytti kannski út eða eitthvað í smástund. Og þá myndi maður geta ýtt á back og fengið allan textann sem maður skrifaði aftur til sín, ég er nokkuð viss um að þetta sé hægt. Því ég sá þetta held ég á MSN Hotmail síðunum. Semsagt að þegar maður ýtir á ‘Áfram’ takkann og fær ‘This page cannot be displayed’ dæmið, að ýta þá á back og fá allt heila klabbið aftur.
Ég get nú ímyndað mér að það sé flókið að gera þetta, en þetta yrði bara nokkuð gott ef þetta kæmi inn. Ætlast hins vegar ekki til þessa hlutar af ykkur, útaf fyrrnefndri ástæðu.