Það er dáldið oft sem er kvartað undan því að td. ljótt fólk fær ekki eins mikla athyggli eins og fallegt.
Td. ef einhver stelpa er ljót og með bólur og á fáa vini og svo 2-3 árum seinna er hún falleg og á fleiri vini.
Málið er að ljótt fólk er oftar en ekki feimið og segir lítið, umgengist lítið af fólki og er hrætt við að koma skoðunum sínum á framfæri og verður kanski ósjálfrátt með leiðinlegann húmor.
Svo þegar fólkið verður ánægðara með sjálfan sig þá fer feimnin og fólk fer að tala aðeins meira og lærir á fólk og að umgangast það.
Ég þekki gaur sem mér fannst svo ógeðslega ljótur fyrst þegar ég sá hann og minnti mig á orðið greppitrýni og frekju með freknur. En þegar við töluðumst saman fór það eiginlega og mér finnst hann alls ekki ljótur núna verð ég að segja þótt ég sé ekki samkynhneigður.
Nú veður gaurinn í stelpum!
ALLIR dæma fyrst eftir útlitinu, hvort sem þeir eru að dæma kexpakka, fólk, gítar, tölvur, tölvuleiki ofl. en svo breytist þetta þegar maður opnar kexpakkann :)