þarf að gera rit gerð fyrir skólann um james bond getur einhver sagt mér frá villum eða einhverju sem vantar! PLZ! ?

Inngangur


James Bond betur þekktur undir nafninu 007, er breskur spæjari sem getur handsamað alla bófa án þess að krumpa jakkafötin sín. Myndirnar um þennan snilldar spæjara eru orðnar 21 en ein þeirra Never Say Never Again er þó ekki talin sem ekta Bond mynd því hún er eina myndin sem ekki er framleidd af Eon Productions. Það var Talia Films sem framleiddi hana. Aðeins 5 leikarar hafa farið með hlutverk 007. Hann braust fram á sjónarsviðið fyrir 40 árum. James Bond er farsælasta og langlífasta kvikmynda-sería í heimi. Bond varð til með skáldsögu Ian Flemings Casino Royale sem kom út árið 1953, en hann birtist fyrst á hvítatjaldinu árið 1962 í myndinni Dr.No.
Hér verður fjallað um bíla Bonds, nýjustu myndina, aðalpersónur, nokkra leikara Bonds o.f.l.


James Bond hefur frá upphafi keyrt flotta og fína bíla. Fyrir þá sem þekkja aðeins Pierce Brosnan, hefur Bond ekið fleiri bílum en gæðakerrunni BMW. Goldeneye átti að marka upphaf þýsku (BMW) innrásarinnar í hinn breska Bond og fékk hann lítinn skemmtilegan BMW Z3 Roadster sem var búinn allskonar aukabúnaði t.d. flugskeytum og fallhlíf. En BMW-inum mistókst að hitta í mark í þessari mynd vegna þess að það reyndi ekkert á bílinn nema það að keyra eftir smá malarræmu á eyju í myndinni. Vegna mikillar gagngrýni voru gerðar stórbreytingar á BMW-inum hans Bond og þegar hann mætti aftur í Tomorrow Never Dies var hann kominn á BMW 750il. Þessi bíll var sannkallað hervopn á hjólum með aukabúnaði eins og flugskeytum, ljóssprengjum, skotheldur að öllu leyti og með 20.000 volta öryggiskerfi. Stórkostlegt er að sjá að hann er fjarstýrður í gegnum flottan Ericson gsm síma. Eftir gríðarlegar vinsældir kom Bond aftur með Z8 típuna frá BMW í The World is not Enough og þó hann hafi kannski ekki verið búinn jafn miklum aukabúnaði eins og 750il-inn í Tomorrow Never Dies var hann þó með flugskeytum og fjarstýrðum búnaði.
Aðrir bílar sem Bond hefur keyrt eru t.d. Aston Martin DB5, Lotus Espirit, Aston martin V8, BMW Z3 Rodster, BMW 750i, BMW Z8.
Die Another Day er nýjasta myndin í Bond syrpunni. Við framleiðslu á myndinni gekk ýmislegt á. Pierce Brosnan slasaði sig á hnéi og Halle Berry á auga.
Flest allir Bond aðdáendur eru sammála um að nauðsynlegt væri að rifja upp gamlar minningar. Því koma nokkur gömul atriði úr eldri myndum, og er örugglega mest áberandi þegar Halle stígur upp úr sjónum við strendur Kúbu á líkan hátt og Ursula Anders gerði í Dr.No. Atriði með leiserskurðborði vísar í Goldfinger.
Um það bil hálf myndin gerist hér á Íslandi nánar tiltekið á Jökulsárlóni. Staðurinn hefur líklega orðið fyrir valinu vegna þess að byrjunaratriðið í A Wiew To a Kill var tekið upp þar. Tveir íslenskir áhættuleikarar leika í myndinni, þeir heita
Alexander Kárason (Akureyringurinn Lexi) og Valdimar Jóhannsson. Flestir kannast við Lexa sem hafa áhuga á snjócrossi því hann er margfaldur Íslandsmeistari í þeirri grein.
Helstu persónur þessara mynda eru:
James Bond, njósnari fyrir Bresku Leyniþjónustuna. Hann sér um að njósna um vondu kallana og handtaka (drepa) þá. Þeir sem hafa leikið Bond eru Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan (núverandi leikari Bonds). Q er tæknimaður Bresku Leyni-þjónustunnar, hann hannar bíla og ýmis tæki handa Bond og ansi oft hefur Q-búnaður bjargað lífi Bonds. Desmond Llewelyn hefur leikið Q í 19 myndum (án þess að telja Never say never again með). Síðasta mynd hans var The World is Not Enough og var hann þá orðinn háaldraður, en þá kynnti hann eftirmann sinn sem Q. Llewelyn hefur sagt að uppáhalds Q-búnaðurinn sinn sé upprunalegi Aston Martin bíllinn með skotsætinu sem kom fram í Goldfinger. M er yfirmaður Bresku Leyniþjónustunnar. M sér um að útvega Bond verkefni. Money Penny er einkaritari M.
Sean Connery er talinn sá maður sem gerði Bond, James Bond frægan. Serían hefði kannski ekki orðið svona fræg hefði Connery ekki leikið í henni. Connery hætti eftir sína fimmtu mynd (You Only Live Twice) en eftir að George Lazenby klikkaði alveg á sínu tækifæri tókst framleiðendum myndanna að fá Connery til að leika í einni mynd enn. George Lazenby er annar leikari Bondmyndanna en hann lék aðeins í einni mynd vegna klúðurs í myndinni og lélegrar gagnrýni. Skuldinni var síðan skellt á Lazenby og hann rekinn. Vegna mistaka Lazenby treystu framleiðendur Bond myndanna sér varla að ráða annan ókunnan leikara en á endanum völdu þeir Roger Moore.
Viðtal við pabba minn, einlægan Bond aðdáanda:
Hvenær byrjaðir þú að horfa á James Bond?
Í upphafi myndbandavæðingar á Íslandi, sennilega í kringum 1978. Þá fékk ég lánað myndbandstæki hjá frænda mínum og nokkrar myndir þar á meðal fyrstu Bond myndina Dr.No.
Hver er uppáhalds Bond myndin þín?
Þær eru nokkrar. T.d. For Your Eyes Only og Octopussy. Mér finnst Roger Moore besti leikari í hlutverki Bonds.
Hver er uppáhalds aukaleikarinn þinn?
Llewelyn í hlutverki Q, Money Penny og M þar til Dame Judi Dench tók við hlutverkinu.
Hvaða upphafsatriði finnst þér flottast í Bond myndunum?
Upphafið í A Wiew to a Kill, það var tekið upp á Íslandi og var svakalega flott en upphafsatriðin í Tomorrow Never Dies og The World is Not Enough voru líka flott.










Lokaorð
Ástæðan fyrir því að ég valdi að skrifa um James Bond er sú að pabbi minn, sem er forfallinn aðdáandi og á flestar myndirnar, kom mér til að horfa á þær líka og ég varð því mjög fljótt mikill aðdáandi myndanna og við getum alltaf dregið fram eina Bondmynd þegar vel liggur á okkur og engu máli skiptir hversu oft við erum búnir að horfa á hana því þær eru allar jafn góðar hversu oft sem maður horfir á þær og maður sér eiginlega alltaf eitthvað nýtt í hvert skipti. Ég er reyndar ekki sá eini sem pabbi hefur smitað því eitt sumar þegar frænka mín var hjá okkur hafði hún aldrei horft á Bond en þegar hún fór, kom ekki annað til greina en að hún fengi lánaðar nokkrar myndir hjá pabba! Mér finnst James Bond myndirnar bestar í sínum flokki, mér finnst líka Connery vera besti leikari sem hefur leikið Bond. Ég mæli með þeim!


Vona að þið getið aðstoðað!


MooN|DollY [T]