Hér eru úrslit úr Spurningakeppni #6:

1. Hvert er rétt nafn Elton John?
Reginald Kenneth Dwight er skírnarnafn hans, en hann hefur lögformlega breytt nafni sínu í Elton Hercules John. (Gaf rétt fyrir bæði, þrátt fyrir að ég hafi verið að leita eftir skírnarnafninu.)

2. Hvaða kvikmyndaleikstjóri gerði myndir um Ívan grimma (lauk reyndar bara við fyrstu myndina)?
Sergei Eisenstein (Einn þátttakandi benti mér á að hann hafi lokið við fyrstu tvær, og er það rétt. Sú mynd var samt ekki samþykkt af stjórnvöldum í Sovétríkjunum á sínum tíma. Biðst afsökunar á þessum mistökum.)

3. Hvaða ár var Berlínarmúrinn reistur?
1961

4. Hver er höfundur ‘Strumpanna’?
Peyo, sem er listamannsnafn Pierre Culliford (Gaf rétt fyrir bæði.)

5. Hver er höfuðborg Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna (UAE)?
Abu Dhabi

6. Hvaða íslenska skáld var skotið til bana í Kaupmannahöfn árið 1945?
Guðmundur Kamban

7. Hvaða íþrótt er ‘Hnit’?
Badminton

8. Hver var fyrstur valinn Íþróttamaður ársins á Íslandi? (Aukastig fást fyrir að nefna hve oft viðkomandi vann, og hver var annar maðurinn til þess að hljóta þennan heiður.)
Vilhjálmur Einarsson (5 sinnum, Valbjörn Þorláksson)

9. Hvaða mánuður kemur á eftir Heyönnum í fornu tímatali?
Tvímánuður (Heimildum ber ekki saman um hvort Kornskurðarmánuður sé annað heiti á Tvímánuði eða Haustmánuði. Gaf þó rétt fyrir Kornskurðarmánuð.)

10. Hvað starfar Helgi Bernódusson? (Aukastig fæst fyrir að nefna forvera hans í starfinu)
Skrifstofustjóri Alþingis (Friðrik Ólafsson, nýhættur)

Af þeim tíu sem tóku þátt, voru fimm með 10 stig eða fleiri, og einn með ekkert stig.

1. Unnz - 12 stig
2. Chase - 12 stig
3. jongrjon - 12 stig
4. Dagfari - 11 stig
5. Indie - 10 stig

Aðrir fengu minna. Unnz skilaði fyrst inn, af þeim sem hlutu 12 stig, og er því sigurvegari þessarar keppni.

Það kom í ljós eftir að ég sendi þessa keppni inn að ég var ekki réttur sigurvegari, heldur var það 42ersvarid. Mér þætti því eðlilegt að hann kæmi með næstu keppni, og þessi keppni mín gerð ógild. Hann gerir því Spurningakeppni nr. 6, og sigurvegari þeirrar keppni gerir nr. 7. Þó vil ég ekki gera lítið úr sigri Unnz, sem er vel að þessu komin, og er velkomið að gera spurningakeppni, þrátt fyrir að sú keppni muni þó ekki tilheyra þessari seríu.
Ef 42ersvarid, Dagfari eða Unnz eru ósátt við þetta þá þarf þetta að sjálfsögðu ekki að vera svona, þetta er aðeins mín tillaga.

Til hamingju Unnz!