Eflaust jú þá myndi fólk ekki fremja morð ef það væri viss um að það fengið lífstíð eða dauðadóm fyrir.
Af hverju er það þá ekki raunin í Bandaríkjunum ?
Málið er nefnilega að þetta jafnast út. Sumir kannski gera færri afbrot, en á meðan aðrir gera meira. Öfgalög geta gert líka hið öfuga. Eða um leið og búið er að fremja fyrsta brotið, þá telur einstaklingurinn að hann hafi engu að tapa. Og heldur áfram að gera hræðilega hluti á flótta frá lögunum.
En hvernig heldur þú að ástandið hafi orðið svona í BNA ? Það voru einmitt hin fáránlegu fíkniefnalög þar sem að komu af stað glæpastarfseminni.
Að auka bara x mörg ár af refsingum og að hafa dauðadóma gerir ekkert raunverulegt gagn. Bandaríkin hafa sannað það.