Til fyrirmyndar - og örugglega mun þægilegra en það sem áður var.
Hvernig væri svo að fara að taka aðeins í hnakkadrambið á þeim stjórnendum á huga sem eru óvirkir eða steindauðir.
Enn svarar Abegil á smásögur mér ekki! Hef sent henni póst allavega tvisvar (mjög kurteis) og beðið um skýringar á því hvers vegna hún birtir/hafnar ekki sögu sem ég sendi fyrir líklega tveim vikum - þrátt fyrir að hún hafi innskráð sig nánast á hverjum degi síðan ég sendi söguna inn - og í þokkabót birt allavega 3 aðrar sögur í millitíðinni.
Hvað er málið með svona stjórnendur? Er þeim leyfilegt að hundsa notendur svona á eigin forsendum - án útskýringa? Mér finnst það lágmarks kurteisi og reyndar skilyrði að admin eða stjórnandi á áhugamáli sýni kurteisi og í það minnsta svari pósti þegar honum berst fyrirspurn!
Kveðja:
Tigercop - kurteisin uppmáluð og vonar að “stjórnandinn” Abegil á smásögum sé ekki konan hans JReykdal - en það myndi reyndar útskýra margt!