Við StingerS virðumst ætla að skiptast á að sigra keppnir hvors annars og því sem ég spurningarnar að þessu sinni. Reglurnar eru sem fyrr. Skila þarf inn lausnum fyrir kl. 24 í kvöld. Sá sem er með flest rétt og skilar fyrst sigrar.
MUNIÐ AÐ SVARA EKKI HÉR FYRIR NEÐAN HELDUR Í SKILABOÐUM TIL MÍN
1. Í hversu mörgum greinum sigraði Jesse Owens á Ólympíuleikunum 1936? ( aukastig fást fyrir hvaða þetta greinar voru og hvar leikarnir voru haldnir.)
2. Hvað heitir prófessorinn í Tinna bókunum?
3. Hvað heitir hundurinn í Lukku-Láka?
4. Hvað heitir Batman réttu nafni?
5. Hver skrifaði bókina Gamli Maðurinn og Hafið (The Old Man and the Sea)?
6. Hvaða fyrirtæki sér um auglýsingasölu á Huga?
7. Er Kínahverfi í Bangkok?
8. 25. jan. reið jarðskjálfti yfir Tyrkland, hversu sterkur var hann?
9. Hver var fyrsti kanslari Þýskalands?
10. Hversu margir búa í Vestmannaeyjum (+- 100)?
Kannski við þurfum að fara að draga úr þessum keppnum, hafa frekar færri keppni með fleiri spurningum. Ekki nema við fáum sér kork út af þessu. :P