Í gær fór fram önnur spurningakeppnin í röðinni. Hér koma spurningarnar og svörin. Flestir klikkuðu á spurningum 9 og 10.

1. Hvað heitir forseti Túrkmenistan? Saparmurat Niyazov (gaf rétt fyrir Turkmenbashi)
2. Hvaða ár var Keiko fluttur til Vestmannaeyja? 1998
3. Hver er aðalmarkvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins? Árni Gautur Arason
4. Sigruðu Egyptar Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær? Nei, Þjóðverjar sigruðu
5. Hver leikstýrði myndinni The Virgin Suicides? Sofia Coppola
6. Er 1049 prímtala? Já
7. Hver er stærsti leikmaður NBA deildarinnar? Yao Ming, 229cm (skv. nba.com er Shawn Bradley jafn hár, bæði rétt)
8. Hver er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta? Viggó Sigurðsson
9. Hver er nýkjörinn formaður Öryrkjabandalagsins? Emil Thoroddsen, tók við af Garðari Ó. Sverrissyni
10. Í hvaða heimsálfu er Kambódía? Asíu


Þeir sem tóku þátt:
recieve
42ersvarid
StingerS
Ahriman
Hrislaa
Indie
kornstrakurinn

Úrslit:
1. StingerS, var þriðji að senda inn en var sá eini með allt rétt.

2. recieve, skilaði 5 mínútum á undan StingerS en klikkaði á 10. spurningu.

3. Indie, með allt rétt nema spurningu 5.


Ég vona að einhver taki sig svo til og geri þriðju keppnina.