Ég hef ákveðið að sjá um aðra spurningakeppnina í röðinni. Ég legg svo til að sigurvegarinn útbúi svo þá næstu.
Spurningarnar eru úr öllum áttum, mis erfiðar að sjálfsögðu.
Reglurnar eru einfaldar. Skila þarf inn lausnum fyrir kl. 24 í kvöld. Sá sem er með flest rétt og skilar fyrst sigrar.
MUNIÐ AÐ SVARA EKKI HÉR FYRIR NEÐAN HELDUR Í SKILABOÐUM TIL MÍN
1. Hvað heitir forseti Túrkmenistan?
2. Hvaða ár var Keiko fluttur til Vestmannaeyja?
3. Hver er aðalmarkvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins?
4. Sigruðu Egyptar Þjóðverja á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær?
5. Hver leikstýrði myndinni The Virgin Suicides?
6. Er 1049 prímtala?
7. Hver er stærsti leikmaður NBA deildarinnar?
8. Hver er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta?
9. Hver er nýkjörinn formaður Öryrkjabandalagsins?
10. Í hvaða heimsálfu er Kambódía?