Nokkrar ástæður :
1. Álag á vélbúnaði. Þið eruð svo mörg :)
Þetta er verið að laga. 3 Öflugir HP Netserver vélar á leiðinni. Spekkurnar eru hérna neðst.
2. Töflur og fontatög gera síðuna stóra (í KB) og frekar lengi að búast til í browsernum (Renderast). Við notum nú þegar CSS, erum bara ekki búnir að hreinsa allt upp. Erum alltaf að laga þetta.
3. Efnið. Þið framleiðið svo gríðarlega mikið af efni sem við birtum og vinnum úr. Ég vona að það minnki ekki ! :)
Við erum sífellt að endurbæta og bæta við nýjum hlutum. Margt sést ekki, annað mjög vel. Það eru 2 mannmánuðir unnir á mánuði og frá byrjun hafa einir 12 forritarar unnið í honum.
Nýju vélarnar eru að fara í uppsetningu og við förum að færa vefin. Þetta er vonandi búið innan mánaðar.
Spekkur, fyrir þá sem hafa áhuga á því :)
<b>kenny.hugi.is & kyle.hugi.is</b>
Þeir (2) munu vera vefþjónar, vinnandi “paralelt”. Álagi dreift með Cisco Local Director.
HP Netserver LP1000r
http://netserver.hp.com/netserver/products/highlights_lp1000r.asp2 x Intel PIII 866Mhz
1 GB ECC RAM
2 x HP 18.2GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 1 (Stýrikerfisdiskar + PHP)
<b>cartman.hugi.is</b>
Þessi mun keyra gagnagrunnin og allar “statískar” skrár sem hægt er að sækja.
HP NetServer LT6000r
http://netserver.hp.com/netserver/products/highlights_lt6000r.asp2 x Intel PIII Xeon 700 1M Cache (Hún tekur 6 allt í allt)
4 GB ECC RAM
2 x HP 18.2GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 1 (Stýrikerfisdiskar)
6 x HP 36.4GB 10K Ultra3 Wide keyrandi Raid 0,1 í RS 12 Diskaboxi. (Gagnagrunnur)
Þær munu allar 3 keyra á Linux. Þess má geta að Hugi keyrir núna á einni HP LPr vél sem er 2 x 500 PIII með 1 GB í minni og er samt sem áður að afgreiða upp í 80.000 síðufléttingar á dag! Við erum með þessu að þrefalda afköst núverandi vélbúnaðar.