Hvernig væri það að yfirstjórn Huga.is tæki nú í rassgatið á sjálfum sér og færi að hreinsa svolítið til á þessum vef sem þeir eiga að heita forráða menn yfir…
Á mörgum áhugamálum hérna á huga eru skráðir stjórnendur sem virðast ekki lengur vera til samanber hve langt er síðan þeir skráðu sig inn á huga.
Einnig virðast mjög margir stjórnendur á ýmsum áhugamálum skrá sig inn daglega eða næstum því daglega - án þess að gera rassgat á því áhugamáli sem hann/hún er stjórnandi á!
T.d. ef ég tek eitt áhugamálið sem dæmi.
Smásögur: skráður stjórnandi er “Abigel”.
Þann 13. janúar sendi ég þangað inn sögu til birtingar en núna um 10 dögum seinna hefur enn ekkert gerst með söguna. Skráður stjórnandi hefur samt skráð sig inn á huga.is næstum því á hverjum degi síðan ég sendi inn söguna!!! Hvað í fjandanum er þessi svokallaði stjórnandi að gera fyrst hann/hún birtir ekki söguna (eða hafnar henni)??? Það er ekki skrýtið þó sum áhugamálin hérna hreinlega steindrepast niður þegar svona fólk er að hugsa um þau…
Það má þó nefna að sumir stjórnendur eru að vinna mjög vel á sínum áhugamálum og eru að gera mjög góða hluti… eins og t.d. HJARTA á hugi.is/kynlíf og heldur hún áhugamálinu allavega lifandi með því að bæði taka þar til og fylgjast vel með!!!
Ég mæli með því að JReykdal eða hver sem það er sem á að fylgjast með “undirmönnum” - stjórnendum áhugamálanna - taki í taumana og fari að vinna fyrir kaupinu sínu! Eða sjái um það sem þeim er falið með því að vera “yfir” á huga.is.
Burt með óvirka/ónothæfa stjórnendur og inn með fólk sem sýnir áhugamálunum áhuga!!!