Var að spjalla við vinnufélaga minn í dag, 19 ára gamlann dreng, verður 20 nú bráðlega..
Hann byrjar að tala um útskriftarferðalag kærustu sinnar um vorið, og það sem mér fannst merkilegt var að bekkurinn hennar ætlaði ekki til útlanda eins og flest allir framhaldsskólastúdentar.
Ég spurði hann útí þetta, fékk býsna.. áhugavert svar..
Ég spyr;
“Afhverju fara þau ekki til útlanda eins og allir aðrir?”
Hann svarar;
“hún er bara 15”
Ég þarf vonandi ekki að taka það fram að ég gersamlega missti andlitið þarna.
4 ára aldursmunur er nú ekki það mikið þegar komið er á efri ár, en 15 og 19… Er það ekki aðeins of mikið? Stelpan ekki einusinni búin með grunnskólann, og svo ég minnist nú ekki á þroskamuninn á 15 ára og 19 ára einstakling.
Svo ég minnist ekki á það að þau áttu ársafmæli einhvertíma í desember *hrollur*.
discuss..