Þeir sem horfðu á fréttirnar áðan tóku kannski eftir umfjölluninni um dagbækurnar sem Oddi gaf út, en feministagerpin, sem vilja allt banna, fengu þá til að hætta dreifingu á þeim vegna málshátta sem þóttu niðrandi gagnvart kvenfólki. Þeir sem horfðu ekki á fréttirnar geta séð fréttina á ruv.is
O.k.
Ég skal viðurkenna það að “Þrætugjörn kona er sem sífelldur leki” er ekki beint það uppbyggilegasta, en þetta er málsháttur, þetta orðatiltæki og þar af leiðandi partur af okkar menningu. Það sem fer mest í taugarnar á mér og fleira fólki er sú staðreynd að það má ekki segja neitt um kvenfólk lengur en það má segja hvað sem er um karlmenn.
Þetta er ekki jafnrétti og legg ég til að það verði sett annað hvort lögbann á allt sem getur talist niðrandi gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópum, sama hvaða hópur það er, eða þá að kvartgjarnasti hópurinn, sem eru feministar, reyni að gera sér grein fyrir því að barátta þeirra virkar ekki bara í eina átt, heldur verði hún að eiga við alla þjóðfélagshópa.
Ég minni á Wheetabix auglýsingu þar sem stelpa sást skokkandi með bakpoka sem hún lamdi utan í allt sem fyrir henni varð. Loks kom hún heim til sín og lamdi pokanum í mann (sennilega átti hann að vera maki hennar) sem lá sofandi upp í rúmi. Hvar voru feministarnir þá?
Og hvað hefðu þeir sagt ef hlutverkunum hefði verið snúið við.
Ég hef breytt undirskriftinni minni hér á Huga og hvet alla Hugara sem styðja jafnrétti OG málfrelsi til að gera slíkt hið sama. Þarf samt ekki að vera C/P ef þið viljið það ekki ;-)