Nei… þú ert að misskilja hvað er það sem eru verndaðar persónuupplýsingar og hvað ekki.
IP-talan sjálf á að vera gefinn upp og skv. lögum á það að vera skilgreint hvaða fyrirtæki eiga hvaða IP-net og svo framvegis.
Svo, ef að einhver snargeggjaður tölvubrjótur byrjar að port skanna mig, sem er venjulega gert til þess að vinna opnar leiðri í tölvuna (að undan skildum þjónustum eins og IRC-inu sem gera það að öryggisástæðum) og ég sé að eldveggurinn mig er alveg að flippa og skilur ekki af hverju einhverju dúddi á IP-töluni aaa.bbb.xxx.yyy er að gera mér þetta, þá tek ég IP-töluna og sting henni í leitarvélina á ripe.net eða eitthvað og sé að þessi notandi er hjá einhverju fjarskiptafyrirtæki sem heitir Simn3t, þá tek ég IP-tölu vonda kallsins og sendi ásamt eldveggja loggunum mínum til abuse@simn3t.is og þeir aðvara notenda.
S.s. IP-talan og upplýsingar um netveituna o.fl. á að vera leyfilegt að skoða, hinsvegar er traffík á hverja IP tölu beint sem flaumrænum straum í gegnum símalínu á eitthvað ákveðið símanúmmer, símanúmmerið máttu ekki vita því þá geturu fundið út heimilsfangið o.s.frv. En símanúmmerið er í höndum netveitunar, svo ef ég ætlaði að komast yfir hana þá þarf ég að gera eitthvað annað en að rekja hana… t.d. brjótast inn í síman… eða fara löglegu leiðina of fá dómsútskúrð….
JReykdal hefur alveg sömu tólin og ég btw, held hann hafi engan aðgang að persónulegum upplýsingum. Getur skoðað bloggið hans þar sem að það kemur fram að hann rakti IP tölu notenda sem var að bögga hann til annarar netveitu en símans.
Held þú sért aðalega að rugla þessu hugtaki “rekja IP-tölu”…