eftirfarandi er tekið af mbl.is
Ísraelskir þingmenn hóta að sniðganga ræðu Þýskalandsforseta
Nokkrir ísraelskir þingmenn ætla að sniðganga ræðu sem forseti Þýskalands, Horst Köhler, á að flytja á Ísraelska þinginu í næsta mánuði í tilefni af því að 40 ár eru síðan löndin tóku upp tengsl sín í milli. Ísraelska blaðið Maariv greinir frá þessu í dag.
„Á meðan fólk sem lifði helförina af býr á meðal okkar er óviðeigandi að þýska sé töluð í sölum þingsins,“ var haft eftir Danny Naveh, heilbrigðismálaráðherra Ísraels.
Varaforseti þingsins, Hemi Doron, kvaðst einnig óánægður með að þýska yrði töluð í þingsölum. „Ég get ekki hugsað mér að heyra þetta tungumál innan veggja þings gyðinga,“ sagði Doron, en afi hans var meðal þeirra sex milljóna gyðinga sem voru myrtir á tímum nasista.
Embætti þýska forsetans hefur ekki viljað tjá sig um hótun ísraelsku þingmannanna.
Fyrrverandi forseti Þýskalands, Johannes Rau, heimsótti Ísrael nokkrum sinnum og varð fyrsti þýski stjórnmálamaðurinn sem ávarpaði ísraelska þingið fyrir fimm árum.
finnst ykkur þetta ekki aðeins of mikill hroki. Ekki eins og Þjóðverjar geti breytt fortíðinni.