ég er ekki búinn að fá mig fullsaddan á þessum hestum. Allaveganna ekki í bókstaflegu merkingunni. Hrossagúllas er alveg ótrúlega góður. Hestar, notaðir sem eitthvað til að ríða, eru aftur á móti hundleiðinlegir. Maður situr og ruggar fram og aftur á einhverju illa lyktandi dýri og fær ekkert út úr því annað ein meiðsli.
Og talandi um snjó. Það er fátt yndislegra en að klæða sig vel einn kaldann vetrarmorgun og fara góðan göngutúr. Allt verður svo fallega hvítt og maður getur ekki annað en þakkað fyrir að fá að lifa á Íslandi. Svo er hægt að gera meira eins og að fara í langa gönguferð, t.d. á gönguskíðum, og þá getur maður notið náttúrufegurðinnar til fullnustu.
Verst að þetta er ekki hægt í Reykjavík vegna þess að hún verður bara grá og ógeðsleg á veturna.