Xið hafði sérþætti á borð við Kronik, Dordingul, Rokk.is og Karate og Skonrokk var með Doktor Doktor sem var frekar skemmtilegur. Og já, Rokkarinn á Radio Reykjavík.
Allt eitthvað sem maður getur ekki keypt á disk eða sett á mp3 spilara.
Það eru til nokkurskonar blogsíður þar sem fólk heldur úti “útvarpsþáttum” á mp3 formi. Það er jafnvel hægt að fá forrit sem sækir sjálfkrafa allt efni sem kemur frá vissum síðum, setur sjálfkrafa inná iPoddið þegar þú stingur því í samband og eyðir gömlum skrám sjálfkrafa.
Nokkuð sniðugt ef þú ert með einhverskonar takmarkalítið download.
Einnig væri fínt ef fólk tæki eftir því að Akureyri er ekki eini staðurinn á norðurlandi!!
Annars fatta ég þetta ekki.. Einu skiptin sem maður neyðist til að hlusta á útvarp er í bílnum með fólki sem er eldra en 24.. Sem eru einu skiptin allavega sem ég hef hingað til hlustað á útvarpið - má hverfa af yfirborði jarðar fyrir mér :)
Það veit ég ekki.. Ég held að ég hlusti líka á mína geisladiska á þeim aldri. Ég bara þekki ekkert fólk sem er eldri en 24 sem hlustar ekki á útvarpið mjög mikið (þótt ég viti um fólk sem hlustar á geisladiska (allir sem ég þekki reyndar).. Bara líka á útvarpið).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..