Algjör snilld!!! :D

Mbl.is…

Bandaríski heraflinn rannsakaði hvort hægt væri að smíða „hommapsrengju“ sem ætlað var að gera liðsmenn óvinaherja „kynferðislega ómótstæðilega“ í augum hvers annars. Ástarvopn þessi sáu þó aldrei dagsins ljós, samkvæmt opinberum skjölum.

Önnur áformuð skaðlaus efnavopn sem herinn hugðist koma sér upp og sáu heldur aldrei dagsins ljós voru vopn til að gera hermenn auðþekkjanlega á andfýlu þeirra. Megin tilgangur með slíkum vopnum var að slæva baráttuþrek og draga úr aga í röðum óvinaherja.

Var þetta meðal ráðagerða á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins árið 1994 en verkefnið stóð yfir í sex ár og kostaði 7,5 milljónir dollara. Að frumkvæði Wright-tilraunastöðvar flughersins í Dayton í Ohioríki veitti ráðuneytið umbeðið fjármagn til rannsókna á efnasamböndum til að „hrella, skaprauna og þekkja „vonda manninn““ á.