Ég er mjög reiður út í Ríkissjónvarpið. Þeir rufu skemmtiatriðin á Eurovision (Þegar að kynnirinn missti verðlaunin í gólfið og fyrri helmingur af upptroðningi Aqua) og sýndu auglýsingar í staðinn. Ég veit ekki um ykkur, en ég er ekki að borga áskriftina mína svo að ég geti séð leiðinleg “skilaboð” frá íslenskum fyrirtækjum. Sem betur fer horfði ég á keppnina á BBC Prime og gat því séð allt. Auk þess er breski kynnirinn mun skemmtilegri en þessi íslenski Kastljós-bjáni. Þessi breski talar þó ekki yfir allt!
Hugsið ykkur, Estónía fékk 1:25 líkur í veðbönkum, en Ísland 1:8!
Og ég veit um suma sem að strjúka svitann af enninu núna!(Markaðsstjóri BT og stjórnendur Ríkissjónvarpsins)<br><br>Royal Fool
“You've been Fooled”